Lísa og jólasveinninn á Suðurlandi

Í dag hófst heimsóknarferð Lísu og jólasveinsins nú fyrir jólin. Leikskólinn á Eyrarbakka tók vel á móti þeim en fyrsta sýning Lukkuleikhússins var frumsýnd þar í morgun við mikinn fögnuð barnanna. Börnin á Flúðum voru einnig í góðu jólaskapi og var ánægjulegt að sýna fyrir þau öll. Gleðin og jólaskapið á Suðurlandi blés jólunum í hjarta Lísu og jólasveinsins og þakka þau kærlega fyrir sig.

Lísa og jólasveinninn

Í desember mun Lukkuleikhúsið sýna nýtt íslenskt jólaleikrit fyrir börn eftir Bjarna Ingvarsson.

Lísa og jólasveinninn fjallar um Lísu sem er átta ára stelpa sem býr með mömmu sinni og pabba á Íslandi. Það er komið fram í desember og jólaspenningurinn farinn að gera vart við sig. Kvöld eitt þegar Lísa er að fara að hátta finnur hún jólasvein inni í herberginu sínu.
Jólasveinninn, sem ætlaði einungis að setja í skóinn, gleymdi sér alveg þegar hann sá dótið hennar í herberginu og áður en hann vissi af er hann kominn inn á mitt herbergisgólf. Hann skoðar dótið í herberginu, sumt þekkir hann en annað ekki. Lísa sýnir honum leikföngin sín og segir honum frá daglegu lífi sínu. Jólasveininn segir Lísu frá Glýluhelli og segir sögur af svaðilförum sem hann hefur lent í á langri ævi. Lísa kennir jólasveininum jólalög sem hann hefur ekki heyrt áður og saman syngja þau með áhorfendum.

Lukkuleikhúsið er nýtt barna- og unglingaleikhús. Eigandi þess og leikhússtjóri er Bjarni Ingvarsson en hann hefur unnið við barnaleikhús í tuttugu ár. Leikarar sýningarinnar eru Aino Freyja Järvelä og Bjarni Ingvarsson sem hafa leikið í mörgum eftirminnilegum sýningum svo sem Langafa prakkara, Lómu, Snuðru og Tuðru, Prumpuhólnum, Smið jólasveinanna, Hvar er Stekkjarstaur, Hatt og Fatt ofl.

Sýningin er ætluð börnum frá 2 til 10 ára.
Sýningartími er 40 mínútur
Undirbúningstími er 45 mínútur
Gólfpláss fyrir sýninguna: 4x4 metrar

Sýningin er ferðasýning fyrir leik- og grunnskóla.

Sýningarpantanir og nánari upplýsingar eru veittar í síma 588 1800 eða 897 7752. Netfang: bjarni@lukkuleikhusid.is eða bjarni.ing@isl.is


Um bloggið

Lukkuleikhúsið ehf

Höfundur

Lukkuleikhúsið ehf
Lukkuleikhúsið er nýtt barna- og unglingaleikhús. Eigandi þess og leikhússtjóri er Bjarni Ingvarsson sem hefur unnið við barnaleikhús á Íslandi í 20 ár.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband